• þri. 23. maí 2023
  • Fræðsla

Moli farinn af stað í fimmta sinn

Siguróli Kristjánsson, betur þekktur sem Moli, hóf á mánudag ferðalag sitt um landið. Moli heimsótti Laugarvatn þar sem 14 krakkar mættu á æfingu. Er þetta í fyrsta skiptið sem Moli heimsækir Laugarvatn og segir hann að krakkarnir hafi sýnt mikla gleði og ástríðu og fengu þau að lokum gjafir og myndir af A-landsliðunum okkar.

Á ferðalagi sínu heimsækir Moli minni sveitarfélög og býður krökkum á öllum aldri upp á fótboltaæfingu.

Verkefnið Komdu í fótbolta með Mola hefur slegið í gegn hjá krökkum um allt land og er þetta fimmta sumarið í röð sem Moli ferðast um landið á vegum KSÍ og Landsbankans.

Dagskrá 2023

Myndir frá heimsóknum