• fös. 26. maí 2023
  • Dómaramál

Átak vegna hegðunar í garð dómara 2023

KSÍ hefur farið af stað með verkefnið ,,Átak vegna hegðunar í garð dómara 2023".

Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á störfum dómara og mikilvægi þeirra fyrir fótboltann.

Dómarar eru órjúfanlegur hluti af leiknum, en það er ekki sjálfsagt að fólk sé tilbúið til að gerast dómarar og mörg aðildarfélög KSÍ finna t.d. fyrir því að nýliðun dómara innan sinna raða er mikil áskorun. Ástæðurnar eru vel þekktar og meðal þess sem margir dómarar upplifa er neikvætt viðhorf og neikvæð hegðun á meðal margra þátttakenda leiksins – innan vallar sem utan.

Markmið verkefnisins eru að hvetja fólk til jákvæðrar hegðunar í garð dómara og/eða bæta hegðun sína og láta af neikvæðri hegðun í garð dómara, hvort sem um ræðir leiki í meistaraflokki eða yngri flokkum. Hliðarmarkmið er á fá fleira fólk á dómaranámskeið og fjölga dómurum.

Hægt er að sjá myndbönd verkefnisins á Youtube rás KSÍ, en einnig verða þau birt reglulega á miðlum KSÍ.

Youtube rás KSÍ