• fös. 08. sep. 2023
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - miðasala á leik Íslands og Wales hefst kl. 12:00

A landslið kvenna tekur á móti Wales á Laugardalsvelli föstudaginn 22. september klukkan 18:00 í Þjóðadeild UEFA.

Um er að ræða fyrsta leik Íslands í riðlinum. Miðasala á leikinn hefst kl.12:00 á Tix.is

Miðasalan á Ísland - Wales

Við viljum þó benda á að mótsmiðasala á Þjóðadeild UEFA er enn í fullum gangi og hvetjum við sem flesta til þess að tryggja sér mótsmiða og þar með miða á betri kjörum á alla heimaleiki Íslands í riðlinum.

Allir heimaleikir Íslands í Þjóðardeildinni fara fram í september og október á þessu ári.

Ísland – Wales föstudaginn 22. september kl. 18:00
Ísland – Danmörk föstudaginn 27. október kl. 18:30
Ísland – Þýskaland þriðjudaginn 31. október kl. 19:00

Mótsmiði sem gildir á alla heimaleiki Íslands í riðlinum (20% afsláttur af almennu miðaverði)

Hvetjum alla til þess að mæta á völlinn og styðja stelpurnar okkar til sigurs!

Áfram Ísland!