• mán. 18. sep. 2023
  • Mótamál
  • Besta deildin

Selfoss og ÍBV falla úr Bestu deild kvenna

Neðri hlutanum í Bestu deild kvenna lauk um helgina.

Selfoss og ÍBV enduðu mótið í tveimur neðstu sætunum og spila því í Lengjudeildinni árið 2024.

Selfoss endaði með 11 stig á meðan ÍBV endaði með 21 stig. 

Mikil spenna var þegar lokaumferðin fór fram. Selfoss var þegar fallið en hin þrjú liðin í neðri hlutanum áttu öll möguleika á að falla. Tindastóll vann 7-2 stórsigur á ÍBV og á sama tíma tryggði Keflavík sæti sitt með 1-0 sigri gegn Selfossi.

Besta deild kvenna - Neðri hluti