• fös. 26. jan. 2024
  • Fræðsla
  • Þjálfaramenntun

Aldrei fleiri KSÍ þjálfaragráður

Á hverju ári skipuleggur fræðsludeild KSÍ ýmsa viðburði, allt frá KSÍ Pro þjálfaranámskeiðum til súpufunda um sérvalin viðfangsefni. Fyrirlesarar og leiðbeinendur á fræðsluviðburðum KSÍ koma úr ýmsum áttum, innlendir jafnt sem erlendir. Á árinu 2023 hélt KSÍ 37 fræðsluviðburði og voru þátttakendur alls 816. Aldrei áður hefur KSÍ boðið upp á jafn margar þjálfaragráður og í takt við kröfur knattspyrnusamfélagsins er sérhæfingin sífellt að verða meiri.

KSÍ býður upp á átta þjálfaragráður – KSÍ C, KSÍ B, KSÍ A, KSÍ Pro þjálfaragráður, KSÍ B Markmannsþjálfaragráðu, KSÍ A Markmannsþjálfaragráðu, KSÍ Barna- og unglingaþjálfun og KSÍ Afreksþjálfun unglinga. Allar þessar þjálfaragráður hafa hlotið gæðastimpil UEFA og eru viðurkenndar í öllum aðildarríkjum UEFA.

Fjöldi knattspyrnuþjálfara með menntun

Þjálfaragráða

Fjöldi 

Karlar 

Konur 

 KSÍ C þjálfaragráða

 1.180

898

282

 KSÍ B þjálfaragráða

 606

537

69

 KSÍ A þjálfaragráða

 235

 217

 18

 KSÍ Pro þjálfaragráða

 29

 25

 4

 KSÍ Afreksþjálfun unglinga

 49

 44

 5

 KSÍ B Markmannsþjálfaragráða

 9

 8

 1

 KSÍ A Markmannsþjálfaragráða

 22

  22

 0

    Samtals

 2.130

1.751

379

Verkefni tengd menntun þjálfara eru unnin að mestu í fræðsludeild á skrifstofu KSÍ. Í fræðsludeild eru 2 starfsmenn sem sinna menntun þjálfara og fræðslumálum almennt, og koma einnig að útbreiðslu- og grasrótarmálum.

Mynd:  Mummi Lú.