• mán. 12. feb. 2024
  • Fræðsla
  • Þjálfaramenntun

KSÍ B 4 þjálfaranámskeið í febrúar og mars

Framundan eru tvö KSÍ B 4 þjálfaranámskeið. Það fyrra verður haldið helgina 17.-18. febrúar og það síðara verður helgina 2.-3. mars.

KSÍ B þjálfaraskólinn er hluti af þessu námskeiði og honum skal lokið í síðasta lagi 1. maí 2024. KSÍ B þjálfaraskólinn er verklegt próf þar sem leiðbeinandi frá KSÍ heimsækir þjálfara á tvær æfingar og í einn leik (æfing-leikur-æfing).

Námskeiðið kostar 60.000 kr. og er KSÍ B þjálfaraskólinn innifalinn í því verði.

Hér má sjá dagskrá námskeiðsins helgina 17.-18. febrúar. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Þátttökurétt hafa þjálfarar sem sótt hafa KSÍ B 1, KSÍ B 2 og KSÍ B 3 þjálfaranámskeið.

Skráning:

17.-18. febrúar.

2.-3. mars.