• fös. 01. mar. 2024
  • Mótamál
  • Lengjubikarinn

Ólöglegur leikmaður í liði Stjörnunnar

Í leik Stjörnunnar og HK, í Lengjubikar karla, sem fram fór þann 29. febrúar tefldi lið Stjörnunnar fram ólöglegum leikmanni. 

Örvar Eggertsson spilaði með Stjörnunni í leiknum en var skráður í HK. Af þessum sökum hefur Stjarnan verið sektuð um 60.000 krónur og úrslit leiksins skráð 3-0 HK í vil.

Í reglugerðum KSÍ um deildarbikarkeppni karla og kvenna, greinum 10.1 og 11.2 segir:

10. SEKTIR
10.1 Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð kr. 30.000 og að auki kr. 30.000 fyrir hvern leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi og tekur þátt í leiknum. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð kr. 100.000.

11. STJÓRN KEPPNINNAR
11.2 Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út.