• mið. 27. mar. 2024
  • Mótamál
  • Meistarakeppnin
  • Fræðsla

Sjónlýsing í boði í Meistarakeppni KSÍ

Boðið verður upp á sjónlýsingu á leik Víkings R. og Vals í Meistarakeppni KSÍ karla á mánudaginn kemur. Benedikt Bóas Hinriksson mun sjá um lýsinguna.

KSÍ bauð upp á sjónlýsingu á landsleikjum á síðasta ári sem tókst vel til. Í Meistarakeppni KSÍ verður prufuð ný tækni sem veitir öllum gestum leiksins aðgang að lýsingunni, en ekki aðeins þeim sem eru blindir eða sjónskertir.

Til að geta notið sjónlýsingarinnar á meðan á leik stendur þurfa gestir leiksins aðeins að mæta með sín eigin heyrnartól og hlaða niður appi eða nálgast lýsinguna á heimasíðu KSÍ. 

Við hvetjum þau sem ætla að mæta í Víkina á mánudaginn að taka með sér heyrnartól og prufa þessa nýju tækni sem mun að öllum líkindum bæta upplifun margra, bæði sjónskertra og þeirra sem eru með fulla sjón.

Einnig verður hægt að nálgast lýsinguna upp í sófa heima eða á akstri heim úr páskafríi!

Hér má nálgast appið Raydio - Audio Inklusion:

iOS

Android

Einnig verður hægt að nálgast sjónlýsinguna á heimasíðu KSÍ.