• mið. 03. apr. 2024
  • Landslið
  • U19 kvenna

Tap gegn Írlandi hjá U19 kvenna

U19 ára landslið kvenna tapaði 4-1 gegn Írlandi í fyrsta leik sínum í milliriðlum í undankeppni EM 2024. 

Mark Íslands skoraði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir á 36. mínútu og kom Íslandi yfir í leiknum.

Næsti leikur liðsins er gegn Króatíu þann 6. apríl klukkan 10:30 og verður leikurinn í beinni útsendingu á KSÍ rás Sjónvarps Símans í opinni dagskrá. 

Króatía tapaði 8-1 fyrir Austurríki í hinum leik riðilsins og má því búast við hörkuleik á milli Íslands og Króatíu.

Undankeppni EM 2024