• mið. 10. apr. 2024
  • Fræðsla

Dagur barna- og unglingaráða á laugardaginn

Dagur barna- og unglingaráða verður haldinn laugardaginn 13. apríl í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Dagskrá hefst klukkan 10:00 og er áætlað að henni ljúki um klukkan 16:00.

Vonast er eftir því að sem flestir úr barna- og unglingaráðum félaganna mæti á fundinn en einnig eru yfirþjálfarar, formenn, framkvæmdastjórar og aðrir sem telja sig eiga erindi velkomnir. Markmiðið er að halda áfram samtalinu sem hófst á degi barna- og unglingaráða sem haldinn var í upphafi árs 2023.

Hér má sjá dagskrána:

10:00-10:30 Samantekt frá fundinum í fyrra

10:30-12:00 Hlutverk BUR? – Haukur Hinriksson, lögfræðingur hjá KsÍ, fer yfir reglugerðir KSÍ, það sem við kemur yngri flokkum. Í framhaldi verða umræður á borðum.

12:00-12:30 Hressing

12:30-13:30 Afreksstarf vs. allir með – Hvað græðum við á því að fá alla með? - Vésteinn Hafsteinsson verður með inngang og í kjölfarið verða umræður á borðum.

13:30-14:15 Framtíð kvennaboltans – Hildur Jóna Þorsteinsdóttir verður með inngang fyrir umræður á borðum.

14:15-15:15 Hvert borð talar um eitt af eftirfarandi:

  • Hvernig fara samskipti BUR og stjórnar knattspyrnuráðs fram?
  • Fjáraflanir
  • Hvað verður um krakkana okkar eftir 2. flokk?

15:15-15:45 Samantekt og næstu skref

Fundarstjóri verður Valdís Arnórsdóttir sem situr í stjórn knattspyrnudeildar KR.

Mikilvægt er að skrá sig á viðburðinn. Skráning verður opin til klukkan 10:00 á föstudagsmorgun.

Smellið hér til að skrá ykkur