• fim. 18. apr. 2024
  • Mótamál
  • Besta deildin

Besta deild kvenna hefst á sunnudag

Keppni í Bestu deild kvenna hefst á sunnudaginn með tveimur leikjum.

Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA í opnunarleiknum klukkan 15:00 á N1-vellinum Hlíðarenda. Klukkutíma síðar hefst leikur Tindastóls og FH á Sauðárkróki (uppfært, leik Tindastóls og FH var frestað til mánudags).

Á mánudaginn klárast umferðin með þremur leikjum. Breiðablik tekur á móti Keflavík, Stjarnan tekur á móti nýliðum og bikarmeisturum Víkings og Fylkir tekur á móti Þrótti.

Miðasala á leikina fer fram í gegnum Stubb-appið.

Leikirnir í Bestu-deild kvenna verða í beinni útsendingu á Stöð 2 sport eða Bestu-deildar rásum Stöðvar 2.

Besta deild kvenna

Mynd: Hulda Margrét