• mið. 29. maí 2024
  • Landslið
  • A kvenna

Miðasala í fullum gangi á Ísland - Austurríki

Ísland tekur á móti Austurríki þriðjudaginn 4. júní kl. 19:30 í undankeppni EM 2025.

Miðasala fyrir leikinn er á Tix.is og hægt er að fá miða á verði frá 1.250 krónum. Börn, 16 ára og yngri, fá miðann á 50% afslætti.

Fyrir leikinn á þriðjudag verður Fan Zone á Laugardalsvelli. Fan Zone-ið opnar klukkan 17:00 og verður það staðsett innan vallarins. Herra Hnetusmjör og DJ Dóra Júlía munu sjá um að halda uppi stuðinu. Boðið verður upp á andlitsmálun og verða matarvagnar á svæðinu. Einnig verða landsliðsvörur til sölu.

Til að hafa aðgang að fan zone-inu þarf að vera með miða á leikinn.

Fan zone-ið verður staðsett við suður enda vallarins, sem snýr að Þróttaravellinum.

Ísland mætir Austurríki ytra, föstudaginn 31. maí kl. 16:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.

Miðasala á tix.is