• sun. 02. jún. 2024
  • Landslið
  • A karla

Leikir við England og Holland framundan

A landslið karla mætir tveimur sterkum andstæðingum í vináttuleikjum í júní. Fyrst er það England á Wembley í Lundúnum 7. júní og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam 10. júní. Báðir mótherjar Íslands eru á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar og eru leikirnir hluti af lokaundirbúningi þeirra fyrir mótið.

A landslið karla

Ísland og England hafa mæst fimm sinnum áður í A landsliðum karla og þar af einu sinni áður á Wembley. Ísland hefur unnið einn leik, en það var þegar liðin mættust í lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. Jafntefli varð niðurstaðan í fyrstu viðureign liðanna, á Laugardalsvelli í júní 1982. Síðustu tveir leikir liðanna voru í Þjóðadeildinni árið 2020, en þar unnu Englendingar báða leikina.

Fyrri viðureignir Íslands og Englands í A landsliðum karla

Fjórtán sinnum áður hafa Ísland og Holland mæst í A landsliðum karla, þar af voru tveir leikir í undankeppni ÓL 1988. Ísland hefur unnið tvo sigra og eru það einmitt síðustu tvær viðureignir liðanna – báðir leikir í undankeppni EM 2016. Tvisvar hafa liðin skilið jöfn og Hollendingar hafa unnið 10 sinnum.

Fyrri viðureignir Íslands og Hollands í A landsliðum karla