• lau. 08. jún. 2024
  • Landslið
  • A karla

Holland á De Kuip á mánudag

A landslið karla er komið til Hollands til undirbúnings fyrir vináttuleik við heimamenn í Rotterdam á mánudag.  Liðið æfir á keppnisvellinum, De Kuip, heimavelli Feyenoord, á sunnudag.

Sem kunnugt er mætti íslenska liðið Englandi á Wembley á föstudagskvöld og vann þar frækinn eins marks sigur með marki frá Jóni Degi Þorsteinssyni.  Englendingar voru þar að leika sinn síðasta leik fyrir lokakeppni EM, líkt og Hollendingar gera á mánudag.

A landslið karla

Leikurinn á mánudag er, líkt og leikurinn við England síðastliðinn föstudag, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.