• mið. 10. júl. 2024
  • Landslið
  • A kvenna

Ísland mætir Þýskalandi á föstudag

A landslið kvenna hefur hafið æfingar í undirbúningi sínum fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2025.

Um er að ræða tvo síðustu leiki liðsins í riðlakeppni undankeppninnar. Ísland mætir Þýskalandi á föstudag á Laugardalsvelli kl. 16:15 og svo Póllandi ytra á þriðjudag. 

Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins með þriggja stiga forystu á Austurríki, en tvö efstu lið riðilsins fara beint í lokakeppnina sem fer fram í Sviss næsta sumar. 

Miðasala á leik Íslands og Þýskalands er í fullum gangi á tix.is, en möguleiki er fyrir hendi að Ísland tryggi sæti sitt á EM 2025 á föstudag. Fjölmennum á völlinn og styðjum liðið til sigurs!

Miðasala