• fim. 10. okt. 2024
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - tap gegn Litháen

Mynd - Mummi Lú

U21 karla tapaði 0-2 gegn Litháen á Víkingsvelli í undankeppni EM 2025.

Litháen var yfir með tveimur mörkum í hálfleik, en hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik og þar við sat.

Þessi úrslit þýða það að Ísland á ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppni EM 2025. Ísland mætir Danmörku á þriðjudag ytra í síðasta leik sínum í undankeppninni.