Þátttökutilkynning Futsal 2024

Hér að neðan eru upplýsingar um þátttökutilkynningu fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2024 (futsal). Frestur til að tilkynna þátttöku er til fimmtudagsins 5. október 2023.

Mótafyrirkomulag

Mótið er leikið með sama fyrirkomulagi og síðustu ár, þ.e. að  forkeppni meistaraflokka karla og kvenna verður leikin með  hraðmótsfyrirkomulagi en úrslitakeppnin verður leikin með fullum  leiktíma.

Tímabil keppninnar:

Forkeppnin er leikin frá 10. nóvember til 17. desember 2023.

Úrslitakeppni meistaraflokka verður leikin dagana 5. – 7. janúar 2024.

Í 8-liða úrslitum verður leikið á heimavöllum félaga þar sem þess er kostur.

Dómgæsla

Dómarar eru skipaðir af KSÍ.

Keppnishús

Við viljum hvetja félög til að merkja við í þáttökutilkynningu ef þau óska eftir að halda riðil.

Nánari upplýsingar:

Birkir Sveinsson (birkir@ksi.is), sími 510 2907
Hafsteinn Steinsson (hafsteinn@ksi.is) sími 510 2927

Þátttökutilkynning 2024