Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2023

Víkingur R. - KA
Laugardaginn 16. september 2023

Leikurinn hefst kl. 16:00 en stúkan verður opnuð kl. 15:00.

Miðasala er í gangi hjá Tix Miðasölu og er hægt að kaupa miða með því að smella hér.

Miðaverð

Fullorðnir - 2000 krónur

16 ára og yngri - 500 krónur

Um bikarkeppni KSÍ

Bikarkeppni KSÍ var fyrst haldin árið 1960 og er Mjólkurbikarinn í ár því 64. bikarkeppnin frá upphafi.  Fyrstu árin fór keppnin að mestu fram á haustin og jafnvel inn á vetrarmánuðina og var þá jafnan leikið á Melavellinum í Reykjavík. Síðan árið 1975 hefur úrslitaleikurinn hins vegar farið fram á Laugardalsvelli.

Sigursælasta liðið í bikarkeppni KSÍ frá upphafi er KR. Alls hafa KR-ingar unnið bikarinn 14 sinnum.  Næstir koma Valsmenn með 11 og Skagamenn með 9 bikarsigra og þá Framarar með 8 bikarmeistaratitla. ÍBV hefur unnið titilinn 5 sinnum, Keflavík og Víkingur R. 4 sinnum, FH og Fylkir tvisvar. Breiðablik, ÍBA og Stjarnan hafa unnið 1 bikarmeistaratitil hvert félag.

Fyrri viðureignir félaganna í bikarkeppni KSÍ

Af 77 innbyrðis mótsleikjum liðanna sem mætast í úrslitum í ár eru fimm bikarleikir. Víkingur R. hefur unnið tvo, KA hefur unnið tvo og endaði einn leikurinn með sigri Víkings eftir vítakeppni.

Fyrsta viðureignin var í Mjólkurbikarnum árið 1988 á Kaplakrikavelli. Víkingur R. vann þann leik 2-0. Næst mættust liðin árið 2006 þar sem Víkingur R. vann 2-1 á Kaplakrikavelli. Síðasta viðureignin var svo í úrslitum bikarkeppninnar árið 2019. Þar vann Víkingur R. 1-0 sigur.

Fyrsta viðureign liðanna í bikarkeppni var árið 1980 þar sem Víkingur R. vann 0-3. Árið 1982 vann Víkingur R. 1-3. KA bar sigur úr bítum 0-1 árið 2003 og unnu 2-4 árið 2004. Liðin mættust síðast í Mjólkurbikarnum árið 2019 þar sem leikurinn endaði í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli, þar tryggði Víkingur R. sér sigur 5-4 í vítakeppni.

Bikarmeistarar frá upphafi

Sigurvegarar í bikarkeppni KSÍ

KR (14)
Valur (11)
ÍA (9)
Fram (8)
ÍBV (5)
Keflavík (4)
Víkingur R. (4)
FH (2)
Fylkir (2)
Breiðablik (1)
ÍBA (1)
Stjarnan (1)

Leið liðanna í bikarúrslitin

Víkingur R.

32 liða úrslit - Víkingur R - Magni 6-2

16 liða úrslit - Víkingur R. - Grótta 2-1

8 liða úrslit - Þór - Víkingur R. 1-2

Undanúrslit - Víkingur R. - KR 4-1

KA

32 liða úrslit - KA - Uppsveitir 5-0

16 liða úrslit - HK - KA 1-3

8 liða úrslit - KA - Grindavík 2-1

Undanúrslit - KA - Breiðablik 1-1 (3-1 vítakeppni)

 

Heiðursgestir

Heiðursgestur KA

Þorsteinn Már Baldvinsson

Heiðursgestur Knattspyrnufélags Akureyrar á úrslitaleik Mjólkurbikars karla er Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja.

KA býr svo vel að eiga marga einarða stuðningsmenn og Þorsteinn Már er sannarlega í þeim hópi.

Frá unga aldri hefur Þorsteinn Már fylgt KA að málum, bæði sem keppnismaður og stuðningsmaður.

 

Heiðursgestur Víkings R.

Björn Bjartmarz

Björn er einn af dáðustu sonum félagsins. Hann hefur sem leikmaður, þjálfari, framkvæmdastjóri og gegnheill Víkingur haft mikil áhrif á framgang félagsins sl. 40 ár.

Björn æfði með félaginu upp alla yngri flokka og spilaði fjöldi leikja með meistaraflokki og náði ferill hans hámarki þegar hann skoraði, eins og frægt er, tvö mörk í sigri Víkings á Víði í Garði sem tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn árið 1991.

Björn hefur verið þjálfari hjá Víkingi í 36 ár eða frá 1987. Nú hefur Björn ákveðið að láta staðar numið í þjálfun og því finnst félaginu viðeigandi að þakkað Birni fyrir sinn frábæra feril hjá félaginu með því að tilnefna hann sem heiðursgest á þessum bikarúrslitaleik.

 

Upphitanir félaganna

Víkingur R. - Safamýrin klukkan 12:00

 

KA - Laugardalshöll klukkan 13:00

 

 


Viðureignir félaganna í deild og bikar síðustu 5 ár. Smellið hér til að sjá meira um þá leiki.

Dómarar

Dómari: Helgi Mikael Jónasson

Aðstoðadómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bryngeir Valdimarsson

Fjórði dómari: Pétur Guðmundsson

Eftirlitsmenn: Gylfi Þór Orrason og Jón Sigurjónsson

Aðsókn að úrslitaleik bikarkeppni karla

Ár Leikur Fjöldi áhorfenda
2022 FH-Víkingur 4381
2021 ÍA-Víkingur 4.829
2019 Víkingur-FH 4.257
2018 Stjarnan-Breiðablik 3.814
2017 ÍBV-FH 3.094
2016 Valur-ÍBV 3.511
2015 Valur-KR 5.751
2014 KR-Keflavík 4.694
2013 Fram-Stjarnan 4.318
2012 Stjarnan-KR 5.080
2011 Þór-KR 5.327
2010 FH-KR 5.438
2009 Fram-Breiðablik 4.766
2008 KR-Fjölnir 4.524
2007 FH-Fjölnir 3.739
2006 KR-Keflavík 4.699
2005 Fram-Valur 5.126
2004 KA-Keflavík 2.049
2003 ÍA-FH 4.726
2002 Fram-Fylkir 3.376
2001 Fylkir-KA 2.839
2000 ÍA-ÍBV 4.632
1999 ÍA-KR 7.401
1998 ÍBV-Leiftur 4.648
1997 ÍBV-Keflavík 6.260
1997 ÍBV-Keflavík 3.741
1996 ÍA-ÍBV 5.612
1995 Fram-KR 4.385
1994 KR-Grindavík 5.339
1993 ÍA-Keflavík 5.168
1992 KA-Valur 3.020
1991 FH-Valur 3.351
1991 FH-Valur 2.740
1990 KR-Valur 4.279
1990 KR-Valur 3.422
1989 Fram-KR 4.991
1988 Valur-Keflvaík 2.592
1987 Fram-Víðir 3.784
1986 ÍA-Fram 4.486