• mið. 16. apr. 2003
  • Leyfiskerfi

Allar leyfisumsóknir samþykktar

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum í gær leyfi til þátttöku í Símadeild karla 2003 til handa öllum umsækjendum, þ. e. þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni. Félögin sem eru handhafar fyrstu leyfa útgefnum skv. leyfiskerfi KSÍ eru: FH, Fram, Fylkir, Grindavík, ÍA, ÍBV, KR, KA, Valur og Þróttur.

Ákvörðun leyfisráðs markar tímamót í sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu en mótið hóf göngu sína 1912. Í fysta sinn byggist þátttaka í Símadeildinni ekki aðeins á árangri keppnisliðs félags heldur einnig á ýmsum þáttum í rekstri þess og þeirri aðstöðu sem félagið getur boðið leikmönnum og stuðningsmönnum sínum.

Nánar