• fim. 28. ágú. 2008
  • Landslið

Hópurinn valinn fyrir leikina gegn Noregi og Skotlandi

Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað
Marki_fagnad_N_Irland

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti á blaðamannafundi í dag landsliðshóp sinn sem tekur þátt í næstu landsliðsverkefnum.  Það eru leikir gegn Noregi ytra, 6. september og Skotum hér heima, 10. september.  Þetta eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni fyrir HM í Suður Afríku 2010.

Það eru 22 leikmenn sem skipa þennan leikmannahóp og þar af er einn leikmaður sem ekki hefur leikið landsleik ennþá, Hólmar Örn Rúnarsson, en hann hefur verið áður í landsliðshóp.  Þá kemur Heiðar Helguson inn í hópinn að nýju eftir nokkurt hlé.

Dagur Sveinn Dagbjartsson hitti aðstoðarþjálfarann Pétur Pétursson af þessu tilefni og spurði hann út í verkefnin framundan.

Viðtal við Pétur Pétursson

Miðasala á báða þessa leiki er í fullum gangi.  Hægt er að kaupa miða á leikinn gegn Skotlandi hér heima 10. september í gegnum miðasölukerfi hjá mida.is sem fyrr.  Einnig er hægt að kaupa miða á leikinn gegn Norðmönnum í Osló með því að smella hér.

Hópurinn