• fös. 12. jún. 2009
  • Landslið

Frakkar velja hópinn fyrir úrslitakeppnina í Finnlandi

Kvennalandslið Frakklands - Mynd af www.fff.fr
fff-feminine-fra-eng

Bruno Bini, landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Frakka, hefur valið hóp sinn fyrir úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi sem hefst í ágúst.  Frakkar verða fyrstu mótherjar Íslendinga í úrslitakeppninni en þjóðirnar mætast í Tampere 24. ágúst.  Í hópnum eru 22 leikmenn og koma flestir frá frönsku meisturunum í Lyon eða sjö talsins.  Tveir leikmenn hópsins leika utan heimalandsins en þeir leika í hinni nýstofnuðu bandarísku atvinnumannadeild.

Franski hópurinn:

Markverðir:

  • Sarah Bouhaddi (FCF Juvisy)
  • Céline Deville (Montpellier Hérault SC)
  • Bérangère Sapowicz (Paris Saint-Germain FC)

Varnarmenn:

  • Delphine Blanc (RC Saint-Etienne)
  • Sonia Bompastor (Washington Freedom)
  • Ludivine Diguelman (Montpellier Hérault SC)
  • Sandrine Dusang (Olympique Lyonnais)
  • Laura Georges (Olympique Lyonnais)
  • Ophélie Meilleroux (Nord Allier Yzeure)
  • Sabrina Viguier (Montpellier Hérault SC)

Miðjumenn:

  • Camille Abily (Los Angeles Sol)
  • Élise Bussaglia (Montpellier Hérault SC)
  • Corine Franco (Olympique Lyonnais)
  • Amandine Henry (Olympique Lyonnais)
  • Louisa Nécib (Olympique Lyonnais)
  • Sandrine Soubeyrand (FCF Juvisy)
  • Gaétane Thiney (FCF Juvisy)

Framherjar:

  • Sandrine Brétigny (Olympique Lyonnais)
  • Candie Herbert (FC Hénin-Beaumont)
  • Eugénie Le Sommer (Stade Briochin FF)
  • Élodie Thomis (Olympique Lyonnais)
  • Laëtitia Tonazzi (FCF Juvisy)