• mán. 15. jún. 2009
  • Landslið

Undirbúningshópur hjá U19 kvenna valinn

U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009
U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009

Eftir tæpan mánuð heldur U19 landslið kvenna til Hvíta Rússlands þar sem úrslitakeppni U19 kvenna bíður þeirra.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið undirbúningshóp til æfinga um helgina en úrslitakeppnin hefst 13. júlí.

Ísland leikur fyrst gegn Noregi, mánudaginn 13. júlí í riðlakeppninni og leikur við Svía fylgir í kjölfarið, fimmtudaginn 16. júlí.  Lokaleikurinn í riðlinum er svo gegn meyjum Mo Marley í enska liðinu en sá leikur fer fram sunnudaginn 19. júlí.  Í hinum riðlinum leika auk gestgjafa Hvíta Rússlands, Þýskaland, Sviss og Frakkland.

Tvö efstu lið hvers riðils komast í undanúrslit og tryggja sé í leiðinni þátttökurétt á HM U20 2010 sem leikin verður í Þýskalandi. Ef Þjóðverjar verða einu af fjórum efstu sætunum þá verður leikið sérstaklega um 5. sæti keppninnar en það sæti gefur þá einnig sæti á HM U20 í Þýskalandi 2010 þar sem Þjóðverjar leika þar sem gestgjafar. 

Úrslitaleikurinn sjálfur fer fram laugardaginn 25. júlí  Allir leikir keppninnar fara fram í eða í næsta nágrenni við höfuðborgina Minsk.

Hópurinn