• mið. 09. sep. 2009
  • Landslið

Aftur sigur gegn Skotum hjá U19 karla

U19 landslið karla
ksi-u19karla

U19 landslið karla gerði svo sannarlega góða ferð til Skotlands í vikunni, þar sem liðið lék tvo vináttuleiki við heimamenn, og kemur til baka til Íslands með tvo sigra í farteskinu.  Fyrri leikurinn var á mánudag og þar vannst 2-0 sigur.  Síðari leikurinn var svo í dag, miðvikudag, og aftur vannst sigur, að þessu sinni 3-1.

Pape Mamadou Faye náðy forystunni fyrir Ísland eftir 15 mínútna leik, en hann skoraði bæði mörkin í fyrri leiknum.  Skotar voru þó ekki lengi að jafna og eftir aðeins þrjár mínútur lá knötturinn í neti íslenska liðsins.  Okkar piltar voru sterkari aðilinn í leiknum og Arnar Sveinn Geirsson náði forystunni að nýju eftir 36 mínútur og þannig var staðan í hálfleik.  Andri Fannar Stefánsson gulltryggði íslenskan sigur með marki úr vítaspyrnu á 86. mínútu.

Íslenska liðið lék mjög vel í báðum þessum leikjum og verður spennandi að fylgjast með þessum ungu og efnilegu leikmönnum í náinni framtíð.