• mán. 19. apr. 2010
  • Fræðsla

Fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir

Stjarnan
Stjarnan2008

Nú eru að fara af stað fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir í Ásgarði í Garðabæ, n.k. laugardag 24. apríl frá kl. 11:00 til 12:00. Þetta verkefni er sett af stað með styrk frá Velferðarsjóði barna og Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar og er undir merkjum Stjörnunnar í Garðabæ.

Æfingarnar eru opnar öllum börnum á höfuðborgarsvæðinu sem geta ekki nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf sinna félaga vegna fötlunar og/eða þroskafrávika. Þjálfarar og hjálparþjálfarar verða á staðnum ásamt búningum til afnota fyrir iðkendur.

Fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir