• fim. 13. okt. 2016
  • Fræðsla

Hæfileikamótun N1 og KSÍ gekk frábærlega

n1_ksi_mot_strakar-1

Það var ekki slegið slöku við í hæfileikamótun N1 og KSÍ að þessu sinni en lokamót hæfileikamótunar var í september. Nokkur hundruð ungmenni tóku þátt í hæfileikamótuninni sem Hallbór Björnsson hafði veg og vanda með.

Ungmennin sem tóku þátt voru gríðarlega ánægð með æfingarnar og fræðsluna sem boðið var upp á en æft var allstaðar á landinu og fengu allir gjöf frá N1 sem er samstarfsaðili KSÍ. 

Hérna má finna myndbönd frá lokamótinu: 

Stúlkur 

Drengir

Stúlkur og drengir - lengra myndband 

Smelltu hérna til að skoða myndir frá lokamótinu 

Helstu markmið hæfileikamótunar KSÍ eru að: 

  • Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.
  • Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar. 
  • Koma til móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum. 
  • Koma til móts við leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðsæfingar. 
  • Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum. 
  • Undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu.