• mið. 24. okt. 2018
  • Fundargerðir

Fundargerð Mótanefndar - 24. október 2018

Fundur Mótanefndar 24. október 2018 kl. 16:30 á skrifstofu KSÍ

Mættir: Vignir Már Þormóðsson formaður, Ingvar Guðjónsson,  Sveinbjörn Másson, Björn Friðþjófsson, Þórarinn Gunnarsson og Róbert Agnarsson.  
Einnig sátu fundinn Birkir Sveinsson og Guðlaugur Gunnarsson

Fundargerð ritaði: Birkir Sveinsson

Eftirfarandi var rætt:

  1. Mót meistaraflokka sumarið 2019
    • Upphaf og endir móta sumarsins
      Farið yfir fyrstu drög að leikdögum. Ákveðið að hitta fulltrúa ÍTF og fara yfir drög að leikdögum með þeim. 
    • Hlé vegna landsleikja
      Ákveðið að Pepsi-deild kvenna verði leikin á sama tíma og HM kvenna fer fram næsta sumar. Jafnframt ákveðið að gert sé hlé á keppni í Inkassodeild kvenna í landsleikjahléum, með sambærilegum hætti og Pepsi-deild kvenna. 
    • Mögulegar úrbætur á reglugerðum
      Rætt um mögulegar úrbætur á reglugerðum tengdum mótahaldi meistaraflokka. Viðeigandi starfshópar ræða málið betur.

  2. Mót yngri flokka sumarið 2019
    • Upphaf og endir móta sumarsins
      Rætt um hvort byrja eigi mót yngri flokka fyrr og lengja hlé sem gert hefur verið eftir miðjan júlí í 4. og 5. flokki. Skoða þarf betur útfærslu og ávinning af þessu. 
    • Mögulegar úrbætur á reglugerðum mótanna
      Rætt um mögulegar úrbætur á reglugerðum tengdum mótahaldi yngri flokka. Viðeigandi starfshópar ræða málið betur. 
    • Starfshópur um 5. flokk
      Rætt um mögulegar úrbætur á reglugerðum tengdum mótahaldi yngri flokka. Viðeigandi starfshópar ræða málið betur. 

  3. Lengjubikarinn 2019
    • Þátttaka og riðlaskipting
      Farið yfir þátttöku í mótinu. Starfshópi 1 falið að afgreiða riðlaskiptingu.

  4. Futsal 2019
    • Þátttaka, riðlaskipting og leikstaðir
      Farið yfir þátttöku í mótinu og mögulega leikstaði.  
      20 félög skráð í mfl. karla en einungis 3 í mfl. kvenna. Riðlaskipting í mfl. karla ákveðin. Gert ráð fyrir að keppni hefjist um miðjan nóvember.

Fleira ekki rætt.