• fim. 14. mar. 2019
  • Leyfiskerfi

11 þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2019 fór fram í gær. Teknar voru fyrir umsóknir félaga í efstu tveimur deildum karla um þátttökuleyfi. 11 félög fengu útgefin leyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 13 félaga var frestað um eina viku. Ráðið kemur aftur saman á miðvikudag í næstu viku.

Samþykktar leyfisumsóknir í Pepsi Max deild karla:

Breiðablik

Fylkir

Grindavík

ÍA

KR

Stjarnan

Valur

Samþykktar leyfisumsóknir í Inkasso-deild karla:

Keflavík

Njarðvík

Víkingur Ó.

Þróttur R.

Ákvörðunum vegna leyfisumsókna annarra félaga í Pepsi Max-deild karla og Inkasso-deild karla var frestað um eina viku.