• þri. 30. apr. 2019
  • Hæfileikamótun

Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Vesturlandi 26. apríl

Föstudaginn 26.apríl síðastliðinn voru Lúðvík Gunnarsson og Elías Örn Einarsson með æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir lið á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Æfingarnar fóru fram á frábærum gervigrasvelli Víkinga í Ólafsvík og óhætt að segja að aðstæður hafi verið eins og best verður á kosið, hlýtt í veðri, blautur völlur, blankalogn og sól á köflum.

Að þessu sinni tóku 16 strákar og 15 stelpur þátt í æfingunum og áttu ÍA, Skallagrímur, Vestri og Snæfellsnes fulltrúa á svæðinu. Æfingarnar gengu vel og leikmenn stóðu sig með sóma.

Ólafsvíkingum er að lokum þakkað kærlega fyrir góðar móttökur.