• þri. 21. maí 2019

Fótbolti fyrir stúlkur með sérþarfir

Í sumar munu KSÍ, ÍF og Knattspyrnufélagið Fram standa fyrir æfingum fyrir stúlkur með sérþarfir, þ.e. stúlkur sem eiga við þroskahömlun, líkamlega hömlun eða andleg veikindi.

Æfingarnar fara fram á æfingasvæði Fram í Safamýri.

Kynning á verkefninu verður sunnudaginn 26. maí og miðvikudaginn 29. maí. Nánari upplýsingar má sjá hér að neðan.