• fös. 18. okt. 2019

2224. fundur stjórnar KSÍ - 11. október kl. 15:00

2224. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn föstudaginn 11. október 2019 á Laugardalsvelli og hófst kl. 15:00.

Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.

Mættur framkvæmdastjóri KSÍ: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Forföll: Engin

Þetta var gert:

1. Fundargerð síðasta fundar
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt á rafrænan hátt á milli funda af öllum stjórnarmönnum sambandins.

2. Fundargerðir nefnda/starfshópa voru lagðar fram til kynningar:
- Mótanefnd 23. september 2019
- Dómaranefndar 12. september 2019
- Unglinganefnd kvenna 30. september 2019
- Fjárhagsnefnd 5. september 2019
- Dómaranefnd 8. október 2019

3. Lög og reglugerðir
- Gísli Gíslason formaður laga- og leikreglnanefndar ræddi um mögulega útfærslu á reglugerðarbreytingum vegna þingsályktunartillögu um hlutgengi leikmanna (tillaga samþykkt á síðasta ársþingi KSÍ). Útfærslan verður til umfjöllunar á fundi laga- og leikreglnanefndar í næstu viku. Formaður mótanefndar og mótastjóri verða kallaðir á fundinn til samráðs.

4. Landsliðsmál
- Riðlakeppni U19 kvenna fór fram í Reykjavík dagana 2.-8. október og var framkvæmdin KSÍ til sóma. Stjórn þakkar starfsmönnum sambandsins, aðildarfélögum og öðrum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir sitt góða framlag.
- Rætt um verkefni U21/U23 kvenna, til dæmis í janúar 2020.
- A landslið kvenna lék vináttulandsleik gegn Frökkum og gegn Lettland í undankeppni EM fyrr í mánuðinum. Ferðin gekk vel og leikurinn gegn Frökkum var góð reynsla fyrir ungu leikmennina í hópnum. Sigurinn gegn Lettum var mikilvægur upp á framhaldið.
- A landslið karla leikur gegn Frakklandi í kvöld og gegn Andorra á mánudaginn.
- U21 leikur gegn Svíþjóð á morgun laugardag ytra og heimaleik gegn Írum á þriðjudaginn. Sú tilraun að spila heimaleiki liðsins á sama velli gefur góða raun að mati þeirra sem til þekkja.

5. Mótamál
- Stjórn samþykkti beiðni HK/Víkings um að Víkingur taki sæti í Inkasso deild kvenna og HK taki sæti í 2. deild kvenna á næsta ári í samræmi við grein 14.4. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.
- Lagt var fram til kynningar yfirlit yfir félög í landsdeildum 2020.
- Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar fór yfir það sem er efst á baugi í mótamálum sambandsins:
Mótin 2019
Íslandsmótinu að mestu lokið, einungis örfáir leikir eftir í eldri flokki karla. Óhætt að segja að sumarið hafi gengið vel og samstarfið við félögin var ánægjulegt.
Úrbætur á reglugerðum
Mótanefnd leggur til að orðalagi í grein 15.7. Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót verði breytt þannig að verkefni U15 landsliða geti ekki leitt til frestunar leikja í meistaraflokki.
Mótanefnd leggur til við stjórn að greinum 23.1.9. og 32.1.7. verði breytt á þann veg að þær eigi eingöngu við um lokaumferð Íslandsmóts, ekki síðustu tvær umferðir. Einnig þarf að skýra ákvæðið betur.
Stjórn tók vel í þessarar hugmyndir og samþykkti að vísa þeim til laga- og leikreglnanefndar til frekari útfærslu. Gert er ráð fyrri að tillögurnar komi til umföllunar aftur á næsta stjórnarfundi.
Lengjubikarinn 2020
Verður með sambærilegum hætti og 2019. Þátttökutilkynning var send út 10. október. Tilkynna skal þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 24. október.
Mót meistaraflokka 2020
Leikdagar
Búið er að vinna frumdrög að leikdögum meistaraflokka 2020. Frumdrögin að leikdögum í Mjólkurbikar, Pepsi Max deild karla og kvenna sem og Inkasso deild karla og kvenna hafa verið kynnt fyrir ÍTF.
Þátttökutilkynning fyrir landsdeildir var send út 10. október. Félögum ber að staðfesta þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 31. október skv. reglugerð.
Umspil í Inkasso karla
Mótanefnd hefur skoðað þennan möguleika og sett upp fjórar mögulegar útfærslur. Rætt kostnað, umfang og fleiri þætti. Umspil er framkvæmanlegt en félaganna að taka ákvörðun um hvort af því verði. Kynna þarf málið betur að mati nefndarinnar.
Keppni varaliða
Mótanefnd kannar nú áhuga á þátttöku í slíku móti meðal félaga í inkasso og Pepsi Max deildum.

Þá ræddi stjórn um ákvæði í reglugerð um 4. flokk þar sem árangur í úrslitakeppni gegn neðsta liði telja ekki. Ennfremur ræddi stjórn um framkvæmd úrslitaleikja og var sammála um að setja þurfi lágmarkskröfur varðandi umgjörð leikja. Rætt um hugmyndir um breytingar á skipulagi móta, en hugsa þarf málin í víðu samhengi og út frá öllum hliðum.

6. Ferðakostnaður aðildarfélaga
- Guðni Bergsson formaður opnaði umræðuna og ræddi almennt um þá vinnu sem er í gangi varðandi ferðakostnað og þátttökugjöld og markmið þessarar vinnu. Ingi Sigurðsson formaður starfshóps um ferðakostnað aðildarfélaga kynnti tillögur starfshópsins um ferðaþátttökugjöld. Ítarleg umræða fór fram um málið og síðan farið beint í umræðu undir dagskrárlið 7.

7. Þátttökugjöld
- Gísli Gíslason formaður starfshóps um þátttökugjöld kynnti tillögur starfshópsins. Meðal annars var rætt um tilgang og markmið með þátttökugjöldum, til dæmis sem hvata við að leggja til dómara inn í hreyfinguna. Guðni Bergsson formaður lagði til að málið yrði unnið áfram á milli funda og síðan yrði kallað til vinnufundar stjórnar þar sem fjallað væri sameiginlega um tillögur um ferðakostað og þátttökugjöld. Stjórn samþykkt tillögu Guðna.

8. Önnur mál
- Lagt var fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu frá KSÍ í stjórn Íslenskra getrauna. Stjórn samþykkti að skipa Guðna Bergsson formann og Borghildi Sigurðardóttur varaformann í stjórn ÍG til næstu þriggja ára.

- Í samræmi við skilyrði UEFA samþykkti stjórn KSÍ að framlag UEFA vegna Meistaradeildar UEFA renni til þeirra félaga sem léku í Pepsi Max-deild karla árið 2019 en í þeirri deild hefur KSÍ innleitt leyfiskerfi (m.a. kröfur um samþykkta áætlun um uppeldisstarf). Stjórn samþykkti jafnframt að jafna framlag UEFA með styrk frá KSÍ til barna- og unglingastarfs sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum en Pepsi Max-deild karla og til félaga utan deilda sem uppfylla ákveðin skilyrði. Stjórn KSÍ samþykkti ennfremur að bæta við fyrirvara við styrkinn um að KSÍ áskilji sér rétt til að kalla eftir staðfestingum um það hvernig þessum styrkjum er varið.

Þar sem staðfesting á upphæð framlags UEFA hefur ekki borist samþykkti stjórn KSÍ að gefa framkvæmdastjóra umboð til að ganga frá styrknum á sama hátt og gert var árið 2018 þegar gögn berast frá UEFA.

Eftirfarandi félög fá framlag frá UEFA og styrk til barna- og unglingastarfs frá KSÍ árið 2019:

Pepsi Max deild karla (framlag UEFA)
Breiðablik
FH
Fylkir
Grindavík
HK
ÍA
ÍBV
KA
KR
Stjarnan
Valur
Víkingur R

Pepsi Max deild kvenna og Inkasso-deild karla og kvenna (framlag frá KSÍ)
Afturelding
Fram
Fjölnir
Grótta
Haukar
ÍR
Leiknir R
Keflavík
Magni
Njarðvík
Selfoss
Tindastóll
Víkingur Ó
Þór
Þróttur R

2.deild karla (framlag frá KSÍ)
Dalvík (Dalvík/Reynir)
ÍR
Leiknir F
Tindastóll
Vestri
Víðir
Völsungur
Þróttur V

Félög í 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna (framlag frá KSÍ)
Einherji
Höttur (Höttur/Huginn)
KF
Reynir S
Ægir
Álftanes
Hamar
KFR
Skallagrímur
Snæfell
Sindri

Sameiginleg lið í meistaraflokki með barna og unglingastarf (framlag frá KSÍ)
Austri
Valur Rfj
Þróttur N
Hvöt
Kormákur

Félög sem eru utan deildarkeppni (eða eru ekki með starfsemi hjá báðum kynjum) þurfa að sækja sérstaklega um styrk og sýna fram á starfsemi sína.

- Formannafundur ÍSÍ fer fram þann 29. nóvember (sama dag og UEFA fundur formanna og framkvæmdastjóra). Gísli Gíslason og Birkir Sveinson verða fulltrúar KSÍ á fundinum.
- Framkvæmdastjóri kynnti tillögur dómaranefndar um tilnefningar á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara. Stjórn samþykkti tillögu dómaranefndar KSÍ um tilnefningar á FIFA listann.
- Borghildur Sigurðardóttir formaður starfshóps um eigið fé kynnti vinnu starfshópsins um eigið fé. Starfið skiptist í tvö þrep, greining fjárhagsupplýsinga og skoðun á eðlilegum mörkum eiginfjár sambandsins og skoðun á því hvort og hvernig væri hægt að lækka eigið fé án þess að setja sambandinu of þröngan stakk. Fyrrihluta verkefnisins er lokið og mun nú síðara skref þess hefjast með tilkomu fleiri aðila.
- Guðni Bergsson formaður gaf stjórn skýrslu um stöðu búningasamnings.
- Guðni Bergsson formaður lagði til við stjórn að stjórnarfundi á Ísafirði yrði frestað til næsta vors í tengslum við leyfiskerfisheimsókn.
- Borghildur Sigurðardóttir bar fram fyrirspurn um vörumerki KSÍ. Málið er í vinnslu.
- Haraldur Haraldsson ræddi um nýja leyfisreglugerð sem stjórn þarf að samþykkja fyrir áramót. Þokast hefur í rétta átt að finna lausnir varðandi læknisskoðanir yngri leikmanna.
- Ásgeir Ásgeirsson ræddi um miðasölu á leiki U21 og viðraði þá hugmynd að sendir yrðu boðsmiðar á þau aðildarfélög KSÍ sem eiga leikmenn í liðinu. Stjórn tók vel í hugmyndina.
- Þorsteinn Gunnarsson ræddi um grasrótarverkefni. Skoðunarkönnun hefur verið send út í kjölfar heimsókna síðasta sumars og mun tillaga um framhaldið verða kynnt á næsta stjórnarfundi.
- Haraldur Haraldsson ræddi um VAR og nauðsyn þess að skoða hvaða kröfur eru gerðar á Íslandi í því sambandi til næstu ára. Þá þarf að huga að mikilvægi þessa máls fyrir alþjóðlega dómara okkar. Haraldur óskaði eftir upplýsingum um þessi mál á næsta fundi.

Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 17:00.