• þri. 03. des. 2019
  • U17 karla
  • U19 karla
  • Landsliðið

Dregið í undankeppni EM 2021 hjá U17 og U19 karla

Dregið hefur verið í undankeppni EM 2021 hjá U17 og U19 karla.

U17 ára landslið karla er í riðli með Austurríki, Noregi og Moldóvu. Riðillinn fer fram í Austurríki 7.-13. október 2020.

U19 ára landslið karla er í riðli með Noregi, Ungverjalandi og Andorra. Riðillinn fer fram í Noregi 7.-13. október 2020.

Einnig var dregið í undankeppni EM 2022 hjá U19 karla, en breytingar hafa orðið á undankeppninni fyrir það mót. Hægt er að lesa meira um það hér að neðan.

Breytingar á undankeppni

Ísland er þar í B deild og með Ungverjalandi, Rúmeníu og Kýpur í riðli. Riðillinn verður leikinn á Kýpur 10.-16. nóvember 2020.