• mán. 23. mar. 2020
  • COVID-19
  • Fræðsla

Samkomur takmarkaðar við 20 manns

Heilbrigðisyfirvöld hafa kynnt að á miðnætti mánudaginn 23. mars taki gildi hert samkomubann. Allar samkomur verða takmarkaðar við 20 manns hvort heldur er í opinberum rýmum eða einkarýmum og jafnframt er krafa um að tveggja metra fjarlægðarviðmiðinu sé framfylgt. Hreinlæti og sóttvörnum skal fylgt eftir sem áður.

Hér að neðan eru nánari upplýsingar um hert samkomubann, ásamt leiðbeiningum fyrir áhættuhópa og einstaklinga sem eru í umgengni við þá sem teljast í áhættuhópi.  Fulltrúar knattspyrnuhreyfingarinnar eru hvattir til að kynna sér allar upplýsingarnar vel.

Samkomubann hert - Nánari upplýsingar

Leiðbeiningar fyrir áhættuhópa

Upplýsingavefur um COVID-19

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net