• fös. 15. jan. 2021
  • Fræðsla
  • COVID-19

Íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19

KSÍ vill vekja athygli á því að hægt er að sækja um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Markmiðið er að jafna tækifæri til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að sækja um styrki til og með 1. mars 2021.

Styrkirnir eru óháðir hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Styrkirnir eru veittir vegna barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru lægri en 740.000 kr. að meðaltali á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr á hvert barn og er talið að um 13.000 börn á landinu öllu eigi rétt á styrknum. Afreiðsla styrkumsókna er á höndum sveitarfélaga landsins.Styrkina er m.a. hægt að nýta til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun stykjanna og getur fyrirkomulag verið breytilegt.

Nánar á vef ÍSÍ