• þri. 31. mar. 2020
  • Leyfiskerfi

Birting ársreikninga 2019 vegna þátttökuleyfa 2020

Leyfisstjórn hefur sent erindi til þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ og minnt á að samkvæmt grein 52.6. í leyfisreglugerð verður leyfisumsækjandi að birta á vefsíðu sinni síðasta endurskoðaða ársreikning sinn eftir yfirferð KSÍ. Ber leyfisumsækjandi að fylgja þeirri dagsetningu og formi sem KSÍ gerir kröfu um og birta ársreikninga eigi síðar en 31. mars.

Gerð er krafa um að reikningar sem birtir eru séu endurskoðaðir ársreikningar sem skilað var inn í leyfisferlinu. Nánar tiltekið skulu þeir að lágmarki samanstanda af áritun endurskoðanda, skýrslu stjórnar knattspyrnudeildar, rekstarreikningi, efnahagsreikningi og skýringum.

Það er mat leyfisráðs KSÍ að séu þessi skilyrði uppfyllt þá teljist félög hafa uppfyllt ákvæði 52. greinar leyfisreglugerðar KSÍ um birtingu ársreikninga. Samhljóma kröfur eru gerðar til félaga af sömu stærðargráðu skv. lögum um ársreikninga.

Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net