• mið. 08. apr. 2020
  • Stjórn
  • Pepsi Max deildin
  • COVID-19

Fyrirframgreiðsla til félaga vegna sjónvarpssamninga

Stjórn KSÍ samþykkti samhljóða á rafrænan hátt milli funda sinna 26. mars og 2. apríl að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. Samkvæmt samningi er gjalddagi þessarar greiðslu 1. júní en verður nú greiddur 1. apríl.  Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar frá 2. apríl.

Smellið hér til að skoða fundargerðir stjórnar

Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net