• mið. 09. des. 2020
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla - Ljóst hverjum Ísland mætir í undankeppni EM 2022

Dregið hefur verið í undankeppni EM 2022 hjá U19 karla, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.

Ísland er þar í riðli með Ítalíu, Slóveníu og Litháen.

Undankeppnin fer fram haustið 2021, en staðfest leikjaniðurröðun kemur fljótlega. Þau lið sem enda í tveimur efstu sætum síns riðils komast áfram í milliriðla ásamt því liði í þriðja sæti sem er með bestan árangur gegn tveimur efstu liðum síns riðils.

Lokakeppnin fer fram í Slóvakíu sumarið 2022.