• fim. 21. jan. 2021
  • Landslið
  • U19 karla
  • U15 kvenna

Ólafur Ingi Skúlason ráðinn þjálfari U19 karla og U15 kvenna

KSÍ hefur ráðið Ólaf Inga Skúlason sem nýjan þjálfara U19 landsliðs karla og U15 landsliðs kvenna og hefur hann þegar hafið störf.

Ólafur Ingi, sem er með KSÍ A þjálfaragráðu, lék á sínum tíma 36 A landsleiki og skoraði í þeim eitt mark, og hann var í hóp liðsins á HM 2018 í Rússlandi. Á leikmannsferli sínum hefur hann einungis leikið með Fylki hér á landi, en lék erlendis um árabil með liðum eins og Helsingborg, Sonderjyske, Zulte Waregem, Genclerbirligi og Karabukspor.

Á síðastliðnu tímabili var hann Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Stígssyni til aðstoðar með lið Fylkis í Pepsi Max deild karla.

KSÍ býður Ólaf Inga velkominn til starfa.