• mið. 03. mar. 2021

2250. fundur stjórnar KSÍ - 26. febrúar 2021

2250. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn föstudaginn 26. febrúar 2021 og hófst kl. 16:00. Fundurinn fór fram á skrifstofum KSÍ á Laugardalsvelli.


Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.

Mættir varamenn í stjórn: Þóroddur Hjaltalín, Guðjón Bjarni Hálfdánarson og Jóhann K. Torfason.

Mættir fulltrúar landshluta: Jakob Skúlason (VL), Björn Friðþjófsson (NL), Bjarni Ólafur Birkisson (AL) og Tómas Þóroddsson (SL).

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.


Þetta var gert:

1 Fundargerð síðasta stjórnarfundar

1.1 Fundargerð síðasta stjórnarfundar var samþykkt á milli funda á rafrænan hátt af öllum stjórnarmönnum sambandsins.

2 Fundargerðir nefnda og starfshópa voru lagðar fram til kynningar.

2.1 Fundargerð mannvirkjanefndar 24. febrúar 2021.

3 75. ársþing KSÍ, 27. febrúar 2021.

3.1 Rætt var um framkomnar tillögur en fyrir þinginu liggja m.a. 5 lagabreytingatillögur. Rætt um tillögur um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla, m.a. hvað tillögurnar þýða í fjölgun leikja og auknum kostnaði.

3.2 Formaður Fjárhags- og endurskoðunarnefndar, Borghildur Sigurðardóttir, kynnti 4ra ára áætlun. Áætlunin er vinnutæki fjárhagsnefndar til að fullvissa sig um að sá rekstur sem lagt er upp með á næsta starfsári muni bera sig til lengri tíma.

4 Mannvirkjamál

4.1 Ingi Sigurðsson formaður Mannvirkjanefndar kynnti tillögur nefndarinnar um útgefin vallarleyfi ásamt tillögu um framlengingu samþykktar stjórnar KSÍ frá árinu 2020 varðandi prófun gervigrasvalla. Einnig kynnti Ingi hugmynd mannvirkjanefndar að kanna með mögulegar hagkvæmari lausnir við prófanir gervigrasvalla.

4.2 Stjórn samþykkti tillögu mannvirkjanefndar, að í ljósi aðstæðna verði samþykkt stjórnar KSÍ frá mars 2020 um undanþágu á gilda prófun framlengd þar til aðstæður skapast til að úttektaraðilar geti framkvæmd prófun á völlunum.

4.3 Stjórn samþykkti tillögu mannvirkjanefndar KSÍ um vallarleyfi:

Pepsi Max deild karla og Pepsi Max deild kvenna – Vallarleyfi B 2021

Vellir með vallarleyfi til 31/12 2021

  • Akranesvöllur, Kaplakrikavöllur, Keflavíkurvöllur, KR-völlur.

Mannvirkjanefnd leggur til að eftirfarandi velli verði veitt vallarleyfi til 31.12.2022:

  • Stjörnuvöllur

Mannvirkjanefnd leggur til að eftirfarandi völlum verði veitt vallarleyfi til 31.12.2021:

  • Kórinn*
  • Kópavogsvöllur*
  • Víkingsvöllur*
  • Fylkisvöllur*
  • Valsvöllur*
  • Akureyrarvöllur - Undanþága (vantar þak á áhorfendastúku).
  • Leiknisvöllur - Undanþága (vantar þak á áhorfendastúku). Einnig þarf að bæta salernisaðstöðu strax.

*Vellir eru ekki með gilda prófun á gervigrasi vallarins sem nær yfir allt keppnistímabilið 2021. Nefndin leggur til, í ljósi aðstæðna, að samþykkt stjórnar KSÍ frá mars 2020 um undanþágu á gilda prófun verði framlengd þar til aðstæður skapast til að úttektaraðilar geti framkvæmd prófun á völlunum.

Lengjudeild karla og Pepsi Max deild kvenna – Vallarleyfi C 2021

Vellir með vallarleyfi til 31/12 2021

  • Grindavíkurvöllur, Hásteinsvöllur

Mannvirkjanefnd leggur til að eftirfarandi völlum verði veitt vallarleyfi til 31.12.2022:

  • Fjölnisvöllur
  • Selfossvöllur
  • Þórsvöllur

Mannvirkjanefnd leggur til að eftirfarandi völlum verði veitt vallarleyfi til 31.12.2021:

  • Ólafsvíkurvöllur*
  • Torfnesvöllur – Athugasemd v/girðingar
  • Framvöllur*
  • Gróttuvöllur*
  • Varmárvöllur gervigras*
  • Þróttarvöllur gervigras*
  • Sauðárkróksvöllur* - Stúka í byggingu

Ákvörðun um vallarleyfi frestað

Leiknisvöllur – Gervigras

Kórdrengir hafa tilkynnt Gervigrasvöll Leiknis sem sinn leikvöll í Lengjudeild karla 2021. Úttekt KSÍ gerð á vellinum 19. febrúar. Úrbóta er þörf á umgjörð vallarins sem eru vel framkvæmanlegar. Samkvæmt upplýsingum frá Kórdrengjum mun ÍBR koma fyrir stúku við völlinn, sambærilegri og er á Framvelli.  Gervigrasið er frá 2018 og er ekki með gilda prófun.

*Vellir eru ekki með gilda prófun á gervigrasi vallarins sem nær yfir allt keppnistímabilið 2021.

5 Mótamál

 5.1 Valgeir Sigurðsson formaður dómaranefndar upplýsti stjórn um að stefnt sé að því að birta niðurröðun yngri flokka 1. mars.

6 Dómaramál

6.1 Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar upplýsti stjórn um undirbúning dómara fyrir komandi tímabil. Æfingar ganga vel með nýju æfingafyrirkomulagi.

7 Önnur mál

7.1 Fulltrúar landsfjórðunga gáfu skýrslu um stöðuna í sínum landsfjórðungum. Meðal annars bar á góma mannvirkjamál, Molaverkefnið og eftirfylgni við það, góð samskipti við skrifstofu KSÍ, samskipti við sveitarfélög, fjármál félaganna, þátttaka félaga í mótum o.fl. Þá hafa félög viðrað áhyggjur sínar að fá unga iðkendur til baka eftir Covid-19.

7.2 Guðni Bergsson ræddi málefni landsbyggðarinnar og hvernig styðja mætti betur við starfið þar. Þá ræddi Guðni um SROI módel UEFA sem leggur mat á hagrænt gildi fótboltans bæði í smærra og stærra samhengi. Það getur nýst í viðræðum við sveitarfélögin.

7.3 Ingi Sigurðsson spurði um aðstæður á Seyðisfirði og fréttir um að völlurinn verði aflagður. Bjarni Ólafur Birkisson var til svara.

7.4 Björn Friðþjófsson ræddi um framhaldið á Molaverkefninu. Ein hugmyndin er sú að vera með e.k. smábæjarleika.

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 18:15.