• fim. 11. mar. 2021
  • Dómaramál

Byrjendadómaranámskeið fyrir konur 18. mars

Byrjendadómaranámskeið fyrir konur verður haldið fimmtudaginn 18. mars í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 17:30.  Námskeiðið mun standa yfir í 2 klst og kennir Bríet Bragadóttir, FIFA dómari, undirstöðuatriðin í dómgæslu.  Skráning er hafin og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á magnus@ksi.is.  Markmiðið með þessu byrjendanámskeiði er reyna að auka hlut kvenna í dómgæslu, en mikill áhugi er innan vébanda KSÍ að fá fleiri konur til að starfa á þeim vettvangi.

Í febrúar var kynnt skýrsla um heildarendurskoðun á kvennaknattspyrnu á Íslandi og í þeirri skýrslu voru ýmsar tillögur um aðgerðir til að fjölga konum í knattspyrnuhreyfingunni, m.a. í dómgæslu, og fjölgun kvenna í dómgæslu er einnig hluti af jafnréttisáætlun og jafnréttisstefnu KSÍ. 

Heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna

Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun KSÍ