• sun. 06. jún. 2021
  • U19 karla
  • Landslið

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Færeyjum

U19 karla mætir U19 ára liði Færeyja í dag og fer leikurinn fram á Svangaskarði í Tóftum.

Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma, en þetta er annar vináttuleikur liðsins í Færeyjum. Strákarnir mættu U21 árs liði Færeyja á fimmtudag og gerðu þar 2-2 jafntefli. Það voru Þorsteinn Aron Antonsson og Hilmir Rafn Mikaelsson sem skoruðu mörk Íslands í þeim leik.

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum. Ólafur Örn Ásgeirsson, Andi Hoti, Jón Vignir Pétursson og Hilmir Rafn Mikaelsson koma inn í liðið fyrir Pálma Rafn Arinbjörnsson, Kára Daníel Alexandersson, Loga Hrafn Róbertsson og Kjartan Kára Halldórsson.

Byrjunarliðið

Ólafur Örn Ásgeirsson (M)

Jakob Franz Pálsson

Andi Hoti

Þorsteinn Aron Antonsson

Dagur Þór Hafþórsson

Jón Vignir Pétursson

Kristófer Jónsson

Óli Valur Ómarsson

Orri Steinn Óskarsson

Danijel Dejan Djuric

Hilmir Rafn Mikaelsson