• sun. 06. jún. 2021
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla mætir Færeyjum í dag

U19 karla mætir jafnöldrum sínum frá Færeyjum í dag í Svangaskarði.

Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma, en þetta er annar leikur liðsins í Færeyjum. Strákarnir gerðu 2-2 jafntefli við U21 karla hjá Færeyjum á fimmtudag. Þorsteinn Aron Antonsson og Hilmir Rafn Mikaelsson skoruðu mörk Íslands í þeim leik.

Leikirnir eru fyrstu leikir liðsins undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar.