• sun. 10. okt. 2021
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla - 0-3 tap gegn Ítalíu

U19 karla tapaði 0-3 gegn Ítalíu í fyrstu umferð undankeppni EM 2022.

Þetta var annar leikur liðsins í riðlinum, en strákarnir höfðu áður unnið 3-1 sigur gegn Slóveníu. Litháen og Slóvenía gerðu á sama tíma 1-1 jafntefli. Það lið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur niður í B deild undankeppninnar fyrir aðra umferð hennar.

Ítalir leiddu með einu marki í hálfleik og bættu síðan tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Lokaumferð riðilsins fer fram á þriðjudag, en þá mætast Ísland og Litháen annars vegar og Slóvenía og Ítalía hins vegar. Báðir leikirnir hefjast kl. 13:30.