• þri. 12. okt. 2021
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla - sigur í síðasta leik í fyrstu umferð undankeppninnar

U19 karla vann 2-1 sigur gegn Litháen í síðasta leik liðsins í fyrstu umferð undankeppni EM 2022.

Orri Steinn Óskarsson og Hilmir Rafn Mikaelsson skoruðu mörk Íslands í leiknum,

Strákarnir enda riðilinn í öðru sæti með sex stig, en Ítalía endar á toppi hans með níu stig.

Ljóst er að Ísland leikur í A deild undankeppninnar í annarri umferð hennar í vor, en dregið verður í lok árs. Þau lið sem vinna sína riðla í A deild í annarri umferð fara áfram í lokakeppnina í Slóvakíu sem fer fram 18. júní til 1. júlí.