• fös. 08. apr. 2022
  • Mótamál
  • Meistarakeppnin

Víkingur og Breiðablik mætast í Meistarakeppni KSÍ á sunnudag

Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki fer fram sunnudaginn 10. apríl, þar sem mætast Íslands- og bikarmeistarar Víkings annars vegar og Breiðablik hins vegar.  Leikurinn fer fram á Víkingsvelli, hefst kl. 20:00 og er í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Í Meistarakeppni KSÍ mætast alla jafna Íslands- og bikarmeistarar fyrra árs, en sé sama félag í senn Íslandsmeistari og bikarmeistari skulu Íslandsmeistararnir leika gegn liði því sem varð í öðru sæti efstu deildar.  Í Meistarakeppni karla er keppt um Sigurðarbikarinn sem gefinn var af KR til minningar um Sigurð Halldórsson.

Ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma er ekki framlengt, heldur farið beint í vítaspyrnukeppni til að ákvarða sigurvegara.

Miðasala á leikinn er í gegnum Stubb-appið og miðaverð er kr. 2.200 fyrir 17 ára og eldri, frítt inn fyrir 16 ára og yngri, og frítt inn fyrir öryrkja.