Valur vann í Meistarakeppni kvenna
Valur vann eins marks sigur á Breiðabliki í Meistarakeppni kvenna þegar liðin mættust á Kópavogsvelli á föstudagskvöld. Lokatölur leiksins urðu 1-0 og var það Jasmín Erla Ingadóttir sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. Þetta er í níunda sinn sem Valur fagnar sigri í Meistarakeppni kvenna og eru Valskonur nú fast á hæla Breiðabliks, sem hefur unnið keppnin oftast allra, eða 10 sinnum.
Í Meistarakeppni kvenna mætast jafnan Íslands- og bikarmeistarar fyrra árs. Þessum liðum var einmitt spáð efstu tveimur sætum Bestu deildar kvenna á kynningarfundi deildarinnar sem var haldinn í vikunni. Liðin mættust inni í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra og börðust um Íslandsmeistaratitilinn til síðasta leiks.