• fös. 20. maí 2022
  • Fræðsla
  • Mótamál

KSÍ semur við Wyscout um Lengjudeild kvenna

KSÍ hefur samið við Wyscout um að greina Lengjudeild kvenna tímabilið 2022.

Þessi samningur gerir þjálfurum og félögum í Lengjudeild kvenna kleift að greina andstæðinga og sína eigin leikmenn á sama hátt og félögin í Bestu deildinni gera. Þetta gefur þjálfurum félaganna einnig þann möguleika á að sjá alla leiki sem fram fara í deildinni, hvar sem er á landinu.

Það er á ábyrgð félaganna að taka upp sína heimaleiki og hlaða þeim inn á kerfið. Þetta eigi síðar en 24 tímum eftir leik. Með þessu móti geta starfsmenn Wyscout leikgreint (taggað) leikina eins fljótt og hægt er.