• fös. 12. jan. 2024
  • Landslið
  • Mótamál
  • Fræðsla
  • Mannvirki
  • Dómaramál

Stefnumótun KSÍ 2023-2026: "Frá Grasrót til stórmóta"

Í stefnumótun KSÍ fyrir árin 2023-2026, „Frá grasrót til stórmóta“, er fjallað um helstu þætti starfs og verkefna KSÍ næstu árin. Stefnumótunin var unnin með stuðningi UEFA Grow, sem hefur aðstoðað um 40 knattspyrnusambönd í Evrópu í þeirra stefnumótunarvinnu.

Lögð var áhersla á að sýna fram á hvernig hinir ýmsu þættir íslenskrar knattspyrnu tengjast og styðja við hvern annan - grasrótarstarfið og afreksstarfið, félagsliðin og landsliðin, aðildarfélögin og KSÍ - og hvernig við getum gert sem flestum kleift að vera þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni.

Áhersluatriði:

  • Þátttaka – Þróa möguleika og tækifæri til þátttöku í knattspyrnu fyrir alla, óháð aldri, getu, tekjum eða kyni.
  • Afreksstarf – Þróa teymi sérfræðinga sem hafa aðgang að gögnum og öðrum nauðsynlegum tólum í þeim tilgangi að styðja sem best við landslið okkar og hámarka möguleika þeirra á að ná árangri.
  • Aðildarfélög – Halda áfram að efla og þróa reglulegt samtal við aðildarfélögin til að þekkja sem best þeirra stöðu og áskoranir, til að geta stutt við þeirra starf og verkefni eftir fremsta megni.
  • Innviðir – Tryggja stuðning til að byggja upp innviði og aðstöðu KSÍ, s.s. þjóðarleikvang og æfingasvæði, til að efla knattspyrnulega umgjörð og auka rekstrartekjur.
  • Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni – Gera grein fyrir áhrifum starfs okkar á samfélagið til að auka skilning almennings á því hlutverki sem við gegnum á Íslandi og í heimi knattspyrnunnar, umfram frammistöðu landsliða okkar.

Smellið hér til að skoða stefnumótun KSÍ