• mið. 16. nóv. 2022
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla - sigur gegn Skotlandi

U19 karla vann 1-0 sigur gegn Skotlandi í fyrsta leik sínum í fyrri umferð undankeppni EM 2023.

Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu, en Ísland skapaði sér nokkur góð færi í leiknum og var óheppið að skora ekki fleiri mörk.

Ísland mætir næst Frakklandi á laugardag og hefst sá leik kl. 15:00 að íslenskum tíma. Frakkland vann Kasakstan 7-0 í sínum fyrsta leik í riðlinum. Tvö efstu lið riðilsins fara áfram í milliriðla.