• lau. 19. nóv. 2022
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla - tap gegn Frakklandi

Mynd - Hulda Margrét Óladóttir

U19 karla tapaði 0-2 gegn Frakklandi í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2023.

Frakkland leiddi 1-0 í hálfleik og bætti svo við öðru marki sínu þegar um 20 mínútur voru eftir. Skotland vann 5-2 sigur gegn Kasakstan á sama tíma, en Ísland mætir Kasakstan á þriðjudag í lokaleik sínum í undankeppninni. Tvö efstu lið riðilsins fara áfram í milliriðla.