• þri. 22. nóv. 2022
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla - Ísland áfram í milliriðla

Mynd - Hulda Margrét Óladóttir

U19 karla hefur tryggt sér sæti í milliriðlum undankeppni EM 2023!

Ísland vann í dag 4-1 sigur gegn Kasakstan og endar því riðlakeppnina með sex stig. Orri Steinn Óskarsson skoraði tvö mörk í dag og þeir Adolf Daði Birgisson og Hilmar Rafn Mikaelsson sitt markið hvor.

Dregið verður í milliriðla 8. desember, en lokakeppnin fer fram á Möltu 3.-16. júlí.